Sjáum við fortíðina í raunsæju ljósi?
Á dánarbeðinu ætlast eiginmaðurinn til þess að konan sem ætíð hefur verið honum svo góð fyrirgefi sér. En þegar hún kemst að því hvað það er sem hún á að fyrirgefa er það ekki sjálfgefið...

Leikhúslistakonur 50+ kynna leiklestur á nýsamda leikritinu Fyrirgefningin

Leiklesturinn verður haldinn þann 17. Apríl klukkan 16 og 18. Apríl klukkan 20
Höfundur: Sella Páls
Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Haukur Valdimar Pálsson

Umræður fylgja eftir leiklesturinn.
Aðgangseyrir: 1500 kr.

Eldri viðburðir

Föstudaginn 1. apríl kl. 20.00 verður ævintýraóperan Hlini frumsýnd í Iðnó. Söguþráðurinn er tekinn úr gömlu íslensku ævintýri en höfundurinn, Þórunn Guðmundsdóttir, bætir við nokkrum persónum og leyfir hetjum úr öðrum ævintýrum að bregða sér í heimsókn. Prinsinn Hlini, Signý karlsdóttir, ástsjúkar skessur og hjálpsamir fuglar, að ógleymdum hinum stórhættulega óminnishegra, stíga á svið og ganga í gegnum ýmsar þrautir áður en allt leysist farsællega. Í óperunni er slegið á létta strengi og tónmálið er aðgengilegt, svo að hún höfðar til allra aldurshópa.

Flytjendur eru flestir nemendur í Tónlistarskólanum i Reykjavík, 20 söngvarar og 7 manna hljómsveit. Hljómsveitarstjóri er Kjartan Óskarsson og höfundur óperunnar og jafnframt leikstjóri er Þórunn Guðmundsdóttir en hún hefur getið sér gott orð fyrir sviðsverk sín. Skemmst er að minnast óperunnar um Sæmund fróða sem sett var upp í fyrra og söngleiksins Stund milli stríða, sem var valin áhugaverðasta áhugaleikhússýningin árið 2014.

Aðeins verða sýndar fjórar sýningar:

Frumsýning  1. apríl, 2. apríl, 4. apríl og 5. apríl og hefjast þær allar kl. 20.00.

  Þrek og tár  Leikfélagið Fúría setur upp sýninguna Þrek og Tár í Iðnó  Þetta er saga fjölskyldu og þroskasaga ungs manns, ferðalag um land minninganna þar sem brugðið er upp kunnuglegum hliðum lífsins í tónum, máli og myndum. Miðaverð : 2500 Kvennaskólinn í Reykjavík Leikstjóri : María Sigurðardóttir Handritshöfundur : Ólafur Haukur Símonarson Leikhúsamtseðill  Þarf að panta með fyrirvara í síma 5629700 Lasagne með fersku basilpestó,klettasalati og hvtílauksbrauði kr.2400.- Eða Spínat og ricotta ravioli með valhnetum ,sveppum ,klettasalati og parmesan Kr.2400.-

Þrek og tár 

Leikfélagið Fúría setur upp sýninguna Þrek og Tár í Iðnó 

Þetta er saga fjölskyldu og þroskasaga ungs manns, ferðalag um land minninganna þar sem brugðið er upp kunnuglegum hliðum lífsins í tónum, máli og myndum.

Miðaverð : 2500
Kvennaskólinn í Reykjavík
Leikstjóri : María Sigurðardóttir
Handritshöfundur : Ólafur Haukur Símonarson

Leikhúsmatseðill 

Þarf að panta með fyrirvara í síma 5629700
Lasagne með fersku basilpestó, klettasalati og hvítlauksbrauði kr.2400.-
Eða
Spínat og ricotta ravioli með valhnetum, sveppum, klettasalati og parmesan Kr.2400.-

Embrace, fyrsta breiðskífa Hörpu Þorvalds kom út í lok árs 2015. Platan inniheldur níu frumsamin lög og texta og þann 11. febrúar, kl. 20:30 verður útgáfunni fagnað í Iðnó. 

Harpa mun blása til útgáfutónleika í þessu fallega húsi ásamt vel völdum hljóðfæraleikurum en það eru þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, Kristinn Svavarsson og Stefán Örn Gunnlaugsson.

Miðaverð er 2500 krónur (og verður diskurinn seldur á tilboðsverði á tónleikunum.)


http://harpathorvalds.bandcamp.com/

English:
Embrace, the first LP album by Harpa Thorvalds was released in late 2015. The CD includes nine songs and lyrics by Harpa and others, that will be heard on the release concert the 11th of February at 20:30 in Iðnó.
There, Harpa will perform the songs along with great musicians, Andrés Þór Gunnlaugsson, Kristinn Svavarsson and Stefán Örn Gunnlaugsson.

Tickets are 2500 ISKR (and the CD will be sold at a special price at the concerts).
  


http://harpathorvalds.bandcamp.com/

Þrjár konur sem láta sig dreyma, vona og ...

Fyrir tuttugu árum voru sýndir í Þjóðleikhúskjallaranum einleikirnir Bóndinn, Dóttirin og Slaghörpuleikarinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur í leikstjórn Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur. Einleikjunum var afar vel tekið. Upphaflega var aðeins fyrirhugað að sýna einleikina einu sinni eins og venja var með viðburði Listaklúbbsins en sýningar urðu alls 10 auk þess sem leikið var í Listagilinu á Akureyri.
Nú hafa leiklistakonur 50+ ákveðið að taka þá upp að nýju og leiklesa í Iðnó með aðeins breyttu sniði þó. Í frumuppfærslunni voru einleikirnir leiknir hver fyrir sig sem sjálfstæðir þættir en við endurupptekninguna hefur leikhópurinn farið þá leið að klippa hvern þátt í sundur, stytta og flétta aftur saman í einn „fléttuleik“.
Einleikirnir voru á sínum tíma samdir upp úr viðtölum sem Ingibjörg hafði við þrjár konur á mismunandi stöðum í samfélaginu. Á fyrsta samlestri leikhópsins núna kom í ljós að litlu sem engu þurfti að breyta í texta til þess að uppfæra leikritið til dagsins í dag, þrátt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa í samfélaginu síðustu tuttugu árin. Það er því afar fróðlegt að velta fyrir sér hvernig staða konunnar hefur breyst á þessum tíma. Eða hefur hún eitthvað breyst? Stöndum við ekki alltaf frammi fyrir sömu draumum, sömu vonum, sömu sorgum og vonbrigðum yfir því að lífið fór sem það fór. En líka frammi fyrir sömu gleðinni yfir því sem lífið hefur uppá að bjóða.

Sunnudaginn 28. febrúar 2016 kl. 16:00
Mánudaginn 29. febrúar 2016 kl. 20:00

Nína Björk - Ljóðakvöld

Leikhúslistakonur 50 plús kynna: "svo grætur garðurinn laufi".


Edda Þórarinsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Lilja Þórisdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir flytja ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur, ásamt tangóhljómsveitinin Mandólín, sunnudaginn 14. febrúar kl. 17 og mánudaginn 15. febrúar kl. 20 í Iðnó.


Leikstjóri: Þórunn Magnea.
Leikmynd og búningar: Helga Björnsson.

Hið árlega Pink Masquerade Partý verður haldið í Iðnó þann 13. febrúar í tengslum við alþjóðlegu hinsegin vetrarhátíðina Rainbow Reykjavík! Plötusnúður og performer er hin einni og sanni Páll Óskar.

*Hvar: Iðnó
*Hvenær: 13. febrúar kl. 22:30 - 03:00
*Þema: Masquerade
*Aldurstakmark: 22 ára
*Verðlaun fyrir flottustu grímuna/outfittið
*Miðasala við hurð: 
Fyrir miðnætti: 2500 kr. // 2000 kr fyrir meðlimi Samtakanna '78
Eftir miðnætti: 3000 kr. fyrir alla

Pink Masquerade Party er lokaviðburður Rainbow Reykjavik hátíðarinnar. Þú getur tekið þátt í fleiri viðburðum á hátíðinni. Kynntu þér dagskránna hér: https://www.facebook.com/events/176192276066059/


ENGLISH

The annual Pink Masquerade Party - a part of the International Rainbow Reykjavik Winter Pride Festival will take place on February 13th in Iðnó. The star and dj of the night will be our very own Paul Oscar, Iceland's most beloved and fabulous pop star!

*Where: Iðnó (by the city pond / city hall)
*When: February 13th at 10:30pm
*Theme: Masquerade
*Min age: 22 years
*Prize for the best mask/costume
*Tickets will be sold at the door: 
Before midnight: 2500 ISK // 2000 ISK if you are a member of the Queer Organisation Samtökin '78
After midnight: 3000 ISK for all

The Pink Masquerade Party is the final event of the festival. Check out the rest of the festival activities here:
https://www.facebook.com/events/176192276066059/

RITA frumsýnd á sunnudag í Iðnó

Næsta sunnudag, 24. Janúar verður gamanópera í einum þætti,  Rita eftir Gateano Donizetti frumsýnd af óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz í Iðnó.

Óperan verður sýnd tvisar á sunnudag og hlutverkin öll tvískipuð en einnig hafa verið skipulagðar heimsóknir með sýninguna á Akranes (Tónberg 29.01 kl.20) og til Reykjanesbæjar (Hljómahöll 31.01 kl 20).

Donizetti lauk við óperuna Rita 1841 en hún var ekki frumflutt fyrr en 7. Mai 1860 ó Opera-Comique í París.

Rita rekur gistiheimili ásamt eiginmanni sínu Beppe. Hann er hálfgerður auli og hún veigrar sér ekki við að lúskra á honum ef sá gállinn er á henni.

Rita var áður gift  Gasparone sem hún heldur að hafi drukknað þegar skip hans sökk við Kanada. Allt gengur vel þar til Gasparone mætir á gistiheimilið til að ná í dánarvottorð Ritu sem honum var sagt að hefði farist í eldsvoða í þorpinu.

Þegar þau uppgötva svo sannleikann hefst leikurinn um hvor situr uppi með konuna.

Söngatriði eru sungin á ítölsku en á milli atriða eru leikin atriði með texta á íslensku.

Leiðbeinendur óperudeildar í vetur eru Diddú og Hanna Dóra Sturludóttir. Við hljóðfærið verður Aladar Rázc en leikstjórn er í höndum Bjarna Thors Kristinssonar.

Óvinir er framsækið samstarfsverkefni ljóðskálda sem vinna saman í pörum við gerð nýrra verka til upplestrar í London og Reykjavík. Hátíðin er skipulögð af Steven J. Fowler og Valgerði Þóroddsdóttur og styrkt af Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Miðstöð íslenskra bókmennta. 

Hátíðin mun varpa ljósi á það besta í íslenskri og breskri nútímaljóðlist og getu samstarfs til að draga saman skáldasamfélög og skapa ný og lifandi skáldverk.

Fyrsti viðburður hátíðarinnar fer fram í Iðnó (á íslensku) föstudaginn 22. janúar 2016 kl. 20:00. Skáldin koma fram í eftirfarandi pörum:

Ásta Fanney Sigurðardóttir & Eiríkur Örn Norðdahl
Valgerður Þóroddsdóttir & SJ Fowler
Angela Rawlings & Arngunnur Árnadóttir
Andri Snær Magnason & Arnar Freyr Frostason
Dagur Hjartarson & Soffía Bjarnadóttir
Elías Knörr & Bergþóra Einarsdóttir
Kristín Svava Tómasdóttir & Ragnar Helgi Ólafsson
Sigurbjörg Þrastardóttir & Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Anton Helgi Jónsson & Juan Camilo Román Estrada
Kári Tulinius & Halldóra K. Thoroddsen

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

VELKOMIN Á JÓLASÝNINGU BORGARBARNA 2015.

Jólaleikrit Borgarbarna, barna- og unglingaleikhúss þetta árið ber vinnuheitið “Ferðalagið”.  Er þetta tíunda árið í röð sem Borgarbörn setja upp jólasýningu. Sýningin er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.

Jólin snúast um það að njóta og gleðjast með fjölskyldu og vinum. Það er hinsvegar eitthvað sem Grétar og Hansína hafa aldrei kynnst. 

Þau hafa allt frá æsku alist upp hjá skapfúlum og andstyggilegum frænda, honum Maríusi. Með hjálp nokkurra álfa ná þau að strjúka og lenda þar með í afar fjörugu og lærdómsríku ferðalagi þar sem þau kynnast ólíklegustu persónum úr hinum ýmsu áttum. En hvað ætli Maríus frændi geri þá? Mun hann láta Hansínu og Grétar í friði eða ætli hann finni upp á einhverju til að eyðileggja fyrir þeim?  Það kemur allt í ljós á sýningunum í Iðnó ;-)

Líkt og áður inniheldur sýningin fjölmörg vinsæl lög, óvæntar uppákomur og skemmtilega dansa.

Leikstjóri er sem fyrr Erla Ruth Harðardóttir sem sér einnig um handritsgerð ásamt þeim Elísu Sif Hermannsdóttur, Karen Ýr Jóelsdóttur og Katrínu Ástu Jóhannsdóttur.  Söngstjóri er Rebekka Sif Stefánsdóttir.  Danshöfundur eru þær Katrín Ásta Jóhannsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir.

Leikarar eru átján talsins, allir á aldrinum 11-16 ára.

Sýningartími er rétt undir klukkustund.  Sýningatímar eru virka morgna kl. 9:30 og/eða 11:00, virka eftirmiðdaga kl. 17:30 og um helgar kl. 14:00 og/eða 16:00.

Frumsýning verður sunnudaginn 29. nóvember og áframhaldandi sýningar verða í desember.

Miðaverð er kr. 1.000 – gjöf en ekki gjald, vilja margir meina ☺ 

Kaup á einni sýningu (150 sæti) er tilvalið fyrir starfsmannafélög og skóla.  Þá er miðaverð kr. 650 á einstakling og heildarverð fyrir sýningu kr. 97.500.  Í þeim pakka er einnig piparkökur og djús fyrir áhorfendur eftir sýningu.

Miðapantanir er í miðasölu Iðnó sími 562-9700 (milli kl. 11:00-16:00 virka daga) 

Fyrirspurnir og upplýsingar um sýningartíma, má einnig nálgast í síma: 861-6722 eða á borgarborn@gmail.com

Jólagjafasöfnun Borgarbarna fyrir Mæðrastyrksnefnd er árleg hefð.  Þá geta áhorfendur komið með pakka,  merktan aldri og kyni,  á sýningar og leikarar sjá um að skila til Mæðrastyrksnefndar fyrir jól.

Iceland Airwaves hátíðin verður haldin víðsvegar um Reykjavík dagana 4-8 nóvember.

Í Iðnó verður dagskráin eftirfarandi:

Miðvikudagur 4 nóv

 • 19:10 Caterpillarmen
 • 20:00 Mosi Musik
 • 20:50 Mafama
 • 21:40 Kött grá pje
 • 22:40 Ojba rasta
 • 23:30 Teitur Magnússon
 • 0:20 Shades of Reykjavik     

Fimmtudagur 5 nóv

 • 19:50 Þórir Georg
 • 20:40 Rythmatik
 • 21:30 Fufanu  
 • 22:20 Blaue Blume (DK) 
 • 23:20 BRNS (BE) 
 • 00:20 Tuff Love (SCO) 

Föstudagur 6 nóv

 • 19:10 Mikael Lind
 • 20:00 Helgi Valur
 • 20:50 Justman
 • 21:40 Oyama
 • 22:40 French for Rabbits (NZ) 
 • 23:40 Júníus Meyvant
 • 00:40 The Drink (UK) 
 • 01:40 Brim 

Laugardagur 7 nóv

 • 19:10 Grúska Babúska
 • 20:00 Beebee and the Bluebirds
 • 20:50 Munstur
 • 21:40 MIRI
 • 22:40 Chili and the Whalekillers (AT/IS) 
 • 23:40 MOURN (ES) 
 • 00:40 The Vintage Caravan
 • 01:40 CeaseTone 

Hægt er að skoða frekari upplýsingar á heimasíðu hátíðarinnar

Annar Tenór

Það var haustið 2003 sem leiksýningin Tenórinn eftir Guðmund Ólafsson kom fyrst á fjalirnar í Iðnó. Sýningin hlaut mikið lof, ekki bara áhorfenda heldur líka gagnrýnenda, sem sögðu meðal annars aðTenórinn væri „besta íslenska sýningin sem ég hef séð um árabil.“ og að „lafhægt væri að pissa á sig af hlátri á Tenórnum“. Næstu árin fóru þeir Guðmundur, í hlutverki Tenórsins, og Sigursveinn Magnússon, í gerfi Undirleikarans geðprúða, vítt um land og sýndu leikritið við mikinn fögnuð. Síðast tróðu þeir upp með verkið haustið 2013 í Iðnó og héldu þar uppá tíu ára afmæli sýningarinnar.

En nú á aldeilis að bæta um betur því Guðmundur hefur skrifaðframhaldsverk um þá félaga, sem heitir Annar Tenór og gerist rúmum ellefu árum eftir að fyrra verkið átti sér stað. Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt drifið á daga þeirra á þessum rúma áratug sem liðinn er frá því þeir hittust síðast og aðstæður hins alþjóðlega tenórs hafa gjörbreyst.

Þeir hittast á sviðinu í Iðnó þar sem Undirleikarinn er að undirbúa sig fyrir tónleika þar sem ungur og efnilegur tenórsöngvari ætlar að spreyta sig. Þarna er líka ung, velmeinandi kona, sem sér um tæknimál hússins, sem alheimssöngvaranum finnast nú ekki merkileg.

Að sjálfsögðu er verkið svo stútfullt af tónlist, allt frá dægurlögum til óperuaría.

Leikendur eru Guðmundur Ólafsson, Sigursveinn Magnússon og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir. Leikstjóri María Sigurðardóttir.

Einungis verða tvær sýningar og þær verða þann 25. október klukkan 16 og 29. október klukkan 20.

Hægt er að kaupa miða í Miðasölu Iðnó í síma 5629700 eða á netinu hjá Miði.is

Sýning Margrétar Jónsdóttur IN MEMORIAM í Iðnó

Verkin eru úr myndaröðinni IN MEMORIAM. Þau byggja á hugleiðingum um list og listframleiðslu á tímum firringar, þar sem markaðshyggja er allsráðandi. Er ég dvaldi við Cité Internationale Des Arts í París komst ég að því hverjar formæður mínar í kvenlegg voru.

Vel er við hæfi að geta þeirra nú; Mettu Hansdóttir í Vík og Gunnhildar yngri "kóngamóður" sem sögð var hinn mesti svarkur. Metta braut hefðir og venjur enda menntuð og úr öðru menningarsamfélagi. Þar var listakona á ferð. Hún söng og kenndi m.a. dans sem var bannað á þessum tíma. Metta var síðasti ábúandinn á landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar.

Þessar uppgötvanir opnuðu gáttir sem leiddu til þess að ég öðlast skilning á mörgu í lífi mínu og fór að vinna frönsku veggfóðursverkin út frá tilfinningum sem vöknuðu, ásamt ádeilu.

Í mínum huga getur listamaður aldrei farið út í framleiðslu, það er eitthvað miklu dýpra sem verið er að fást við og því er ekki hægt að leggja listina og hönnunn að jöfnu.

Sýningin verður opnuð 24. September klukkan 17

Lokatónleikar á tónleikaferð Ómars Guðjónssonar og Tómasar R. EInarssonar verða í iðnó nk fimmtudagskvöld klukkan 20.30

Þeir hafa verið á tónleikaferð í kringum landið og verða þetta 19. og síðustu tónleikarnir á jafn mörgum dögum.


Miðasala við innganginn en einnig er hægt að kaupa miða í Iðnó milli 13.00 og 17.00.
Síminn þar er 562-9700
Miðaverð er 2500 kr

tangoonice15

Verið hjartanlega velkomin á Tango on Iceland 24. - 27. september 2015

Argentínski dansarinn Cecilia Gonzalez er íslenskum tangódönsurum að góðu kunn eftir fyrri heimsóknir hennar til Íslands. Hún hefur mikla reynslu af tangókennslu í Argentínu, Bandaríkjunum og Evrópu og er þekkt fyrir þokkafullan, fágaðan og glæsilegan stíl. Dansfélagi hennar er Jean Sebastien Rampazzi, en þau komu hingað síðast saman fyrir meira en 10 árum. Það verður gaman að endurnýja kynnin við þessa frábæru kennara.
Bryndís og Hany hafa fast aðsetur í Kaupmannahöfn, en ferðast einnig mikið til að sýna og kenna tangó. Þau eru þekkt fyrir líflegan og skemmtilegan stíl, með áherslu á góða tengingu við tónlistina.

Hátíðin opnar formlega á fimmtudagskvöld 24. september. Næstu þrjá daga eru námskeið, síðdegis- og kvöldmilongur. Einnig gefast tækifæri til að bóka einkatíma hjá kennurunum. Hátíðin fer fram í Iðnó og Kramhúsinu og lýkur á sunnudagskvöld með kvöldverði og milongu.

Dagskráryfirlit

Fyrsta milonga hátíðarinnar verður í Iðnó á fimmtudagskvöld kl 21 - 01. Húsið opnar kl 20.30.
Síðdegispractica verður á laugardag í Kramhúsinu og sunnudag í Iðnó.
Námskeiðin fara fram í Kramhúsinu og Iðnó síðdegis á föstudag, laugardag og sunnudag.
Á kvöldin verður dansað inn í síðsumarsnæturnar í Iðnó og Kramhúsinu. Hátíðinni lýkur í Iðnó kl 23 á sunnudagskvöld.

Hægt er að skoða frekari upplýsingar og kaupa miða á heimasíðu Tangó félagsins

Bókmenntahátíð í Reykjavík I The Reykjavík International Literary Festival

Bókmenntahátíð i Reykjavík fer fram dagana 9.-12. september næstkomandi í Norræna húsinu og í Iðnó. Ókeypis er inn á alla viðburði, nema annað sé tekið fram.

Hátíðin fagnar í ár 30 ára afmæli sínu og verður dagskráin fjölbreytt að vanda. Hana má finna hér. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista Bókmenntahátíðar til að fylgjast með nýjum fréttum.

Hægt er að kynna sér hér á heimasíðunni höfundana sem staðfest hafa komu sína í ár, bæði íslenska og erlenda. Þá má einnig kynna sér hvaða erlendu útgefendurtaka þátt í ár ásamt því að skoða hvaðahöfundar hafa heimsótt Reykjavík í boði hátíðarinnar undanfarin 30 ár.

Dagskráin í Iðnó er eftirfarandi, hægt er að ýta á viðburði til að sjá frekari upplýsingar:

9. September

Heimsstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður? 19:45 - 20:30

Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum 20:45 - 21:30

10. September

Write.Drink.Read: A Happy Writing Hour 17:00 - 19:00

Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap 19:45 - 20:30

Sögur sem ferðast og breytast 20:45 - 21:30

Kvöldstund með Dave Eggers 22:00 - 23:00

11. September

Glæpasögur á síðkvöldi 19:45 - 20:30

The Hard Problem 21:00 - 22:00

12. September

Bókaball í Iðnó

Miðasala er í Iðnó og Norræna húsinu og kostar miðinn 2500 kr 22:30 - 23:55

Hægt er að skoða dagskrána í heild sinni og fá frekari upplýsingar á heimasíðu Bókmenntahátíðar í Reykjavík

Olga Vocal Ensemble

Olga Vocal Ensemble í samstarfi við Iðnó ætla að samtvinna tvo hluti sem gefa hvað mesta hamingju í lífinu; mat og tónlist.
Komdu og upplifðu einstaka kvöldstund þar sem strákarnir í Olgu bera fram ljúffengar máltíðir ásamt því að flytja lög af nýju dagskránni sinni, "The Good Ol´ Days". Þar má heyra slagara frá Hauki Morthens, Jóni Nordal, Edith Piaff og Glen Miller. 

Olga Vocal Ensemble færir gleði og hamingju. Gleði og hamingju, sem Olga vill deila með heiminum. Þessir fimm ungu menn eru tilbúnir til að sigra hvert hjarta með kraftmiklum og fallegum söng ásamt einstakri framkomu. Olga fer nýjar leiðir í að nálgast gamlar hefðir.  Með einlægri framkomu sinni sameinar hún eldmóð og kímnigáfu í leikrænni tjáningu sem hentar öllum aldurshópum.

Efnisskrá Olgu hefur vakið athygli fyrir óhefðbundna uppbyggingu, þar sem áhrifamikil klassísk tónlist mætir vinsælum dægurlögum – allt frá íslenskum drykkjuvísum frá miðöldum, til angurværra tóna hinna gömlu góðu daga. Hljómurinn sem einkennir Olgu sameinar alla tónlist í eina heild með mjög áhrifaríkum hætti.  

Olga leit fyrst dagsins ljós árið 2012 í tónlistarskóla HKU í Utrecht, Hollandi. Hún býr svo sannarlega yfir alþjóðlegum anda en meðlimir hennar eru af hollensku, íslensku og rússnesku bergi brotnu. Þau verk sem hún flytur eru frá fjölmörgum löndum, og eru eins mismunandi og þau eru mörg. Ferill Olgu er sannarlega glæsilegur en hún á nú þegar að baki ótal tónleika á Íslandi sem og erlendis. Frá upphafi hefur hún reglulega farið til Íslands á tónleikaferðalag. Til gamans má geta hefur hún haft það að sið að bjóða Olgum á tónleika 
an endurgjalds og mættu í eitt skipti 13 Olgur á tónleika. Olgumenn tóku upp sinn fyrsta geisladisk árið 2014. Þeir hafa setið námskeið hjá Paul Phoenix, sem áður var í The King's Singers, og ættleiddu rauðan ketil sem lukkudýr, en hann gengur undir nafninu Ketill Olguson.

Flytjendur eru Bjarni Guðmundsson, tenór, Jonathan Ploeg, tenór, Gulian van Nierop, baritón, Pétur Oddbergur Heimisson, bass-baritón, Philip Barkhudarov, bassi.

Tónleikarnir verða haldnir þann 21. og 27. júlí.

Matseðill

Súpa

Graskers- & lauksúpa með sýrðum rjóma og ricotta

Forréttur

Heitreyktur lax með salati, fetakurli og piparrótakremi

Aðalréttur

Kjúklingabrjóst með rósmarín, sítrónu og ristuðum kartöfluteningum

Ábætir

Dökk súkkulaðiterta með sjávarsalti og karamellu

Kr.11.900.-

Ásta Ólafsdóttir opnar sýningar í Menningarhúsinu Iðnó og Gallerí Gesti 19. júní kl. 14. Myndirnar sem Ásta sýnir nú er unnar á pappír með Gouache- og vatnslitum. 

Ásta, sem kom fram á sjónarsviðið í upphafi níunda áratugarins, hefur unni með fjölbreyttann efnivið og í margvíslega miðla, svo sem video, skúlptúr og hljóð. Ásta er menntuð bæði hér heima og í Jan van Eyck akademíunni í Hollandi. Hún á að baki farsælann feril í myndlist og á verk á helstu söfnum landsins. Ásta hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis.

Galleri Gestur er taska sem Dr. Magnús Gestsson hefur állt með sér og opnar hvar sem hann drepur niður fæti. Á sýningartímabilinu verður Galleri Gestur í Iðnó á hverjum fimmtudegi kl. 15 - 18. 

Sýning Ástu er sú fyrsta í röð fimm sýninga sem G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir skipuleggur í samvinu við Gallerí Gest og Menningarhúsið Iðnó í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þær sem sýna síðar eru: Rúna Þorkelsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir (málari) og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Listakonurnar eiga það sameiginlegt að vera fæddar í kringum miðja síðustu öld. Þær voru að stíga sín fyrstu skref í myndlistinni er önnur bylgja femíninsmans var farinn að hafa þau áhrif að konur töldu fullvíst að þær kæmust til vegs og virðinga ekki síður en karlarnir. Sýningaröðin nefnist ARGINTÆTUR Í MYNDLIST. Í stuttri útgáfu er sagan um Argintætu svo: Kerling nokkur, svarkur og orðhákur, var kölluð Argintæta. Með því að bera út skáldaðar sögur kom hún sér alls staðar út úr húsi. Aðeins umkomulaus stúlka lét kæsni kellu ekki á sig fá. Kom hún oft til Argintætu, sem sagði henni sögur. Argintæta arfleiddi hana að öllu sínu. Arfurinn nægði til að koma stúlkunni til mennta og naut hún síðar hylli fólks.

beebee&thebluebirds

Í tilefni af útgáfu fyrstu plötu hljómsveitarinnar Beebee and the bluebirds, munu þau halda tónleika í IÐNÓ, þann 24. júní. En hljómsveitin DALÍ mun byrja á því að leika nokkur lög.

Plötunni hefur verið mjög vel tekið og hér eru brot út dómum:

"Burning Heart," which is sultry soul, over a jazz arrangement, for a sound that might remind American audiences of classic Roberta Flack, or Mavis Staples. The smoldering rhythm and blues of "Russian Roulette" is another gem, with a very evocative guitar solo. "Red Forest" shows how her continued studies and affection for jazz have broadened the band's sound, as it is groove-based midtempo jazz tune, where Jonsson's electric piano really stands out." - Jay Miller, The Patriot Ledger

"Excellent combination of jazz, blues and soul, catchy compositions and a great voice Brynhildur are just some of the ingredients undoubted talent Beebee and the Bluebirds...
....In terms of the level and composition of their quality, vocal and instrumental " Burning Heart "weapons in an excellent manner. This is a charming album, recorded with the full knowledge of every sound contained therein. Therefore, I listen to it with pleasure, without removing it from the player for a few days" - Marcin Kozicki, muzykaislandzka.pl

Beebee and the bluebirds:

Brynhildur Oddsdóttir - Söngur, Rafmagnsgítar
Tómas Jónsson - Píanó/Rhodes
Brynjar Páll Björnsson - Bassi
Ásmundur Jóhannsson - Trommur

Áður en þau stíga á stokk mun hin frábæra hljómsveit DALÍ taka nokkur lög. En þau gáfu út sína fyrstu smáskífu á dögunum hana má hlusta á hér:
https://www.youtube.com/watch?v=NQftS3kLUAQ

Erla Stefánsdóttir - Söngur, Bassi
Helgi Reynir Jónsson - Rafmagnsgítar
Fúsi Óttars - Trommur

Miðaverð: 2500 kr
Platan verður einnig til sölu á staðnum.

Veröld sem var

Tónleikar í Iðnó sunnudaginn 31. mai 2015 Kl. 17.00 – 18.30

Danstónlist og óperettur frá gullöld Vínarborgar verða á dagskrá næstkomandi sunnudag 31. mai í Iðnó og hefjast tónleikarnir klukkan 17:00.

Marius Sverrisson söngvari og gamanleikari ( Spamalot, Þjóðleikhúsinu ) heldur í tónleikaferð til Vinarborgar í byrjun júní þar sem hann mun halda tvenna tónleika með tónlist frá gullöld Vínarborgar. Í því tilefni ætlar Marius að taka forskot á sæluna með tónleikum í Iðnó næstkomandi sunnudag ásamt  Antoniu Hevesi á píanó, Matthíasi Stefánssyni á fiðlu og sópransönkonuni Hönnu Björk Guðjónsdóttur.

Á efnisskránni verða gullfalleg danslög og aríur eftir : F. Lehár, J.Strauss, R.Stolz svo einhverjir höfundar séu nefndir.

Miðasala er við innganginn og er miðaverð aðeins 2500 Kr. 

heimilistonar

Heimilistónar

Hið árlega Heimilistónaball verður haldið í Iðnó þann 9. Maí.

Heimilistónar er skipuð þjóðþekktum og hæfileikaríkum, en umfram allt gríðarlega skemmtilegum einstaklingum, allt konum.  Þær sérhæfa sig í erlendum lögum frá seinni hluta 20. aldarinnar, gullaldarára rokksins á 5. og 6 áratugs þeirra aldar.  Heimilistónar leggja á það megináherslu að þýða texta laganna eins nákvæmlega og hægt er. Glæsilega framkoma þeirra í ofanálag gerir dansleiki þeirra algerlega  einstaka.  Hljómsveitina skipa

- Ólafía Hrönn Jónsdóttir
- Katla Margrét Þorgeirsdóttir
- Elva Ósk Ólafsdóttir
- Vigdís Gunnarsdóttir
- Ragnhildur Gísladóttir

Þegar grannt er skoðað sést að allar eru stúlkurnar hagvanar á sviði og þá aðallega leiklistarsviðinu.  Þeim er þó greinilega fleira til lista lagt og er miil tilhlökkun í  hópnum að spila í  Iðnó.

Húsið opnar 22 og hægt er að kaupa miða í síma 5629700

tenor

Annar Tenór

Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð!

Annar tenór – en samt sá sami?

Það var haustið 2003 sem leiksýningin Tenórinn eftir Guðmund Ólafsson kom fyrst á fjalirnar í Iðnó. Sýningin hlaut mikið lof, ekki bara áhorfenda heldur líka gagnrýnenda, sem sögðu meðal annars aðTenórinn væri „besta íslenska sýningin sem ég hef séð um árabil.“ og að „lafhægt væri að pissa á sig af hlátri á Tenórnum“. Næstu árin fóru þeir Guðmundur, í hlutverki Tenórsins, og Sigursveinn Magnússon, í gerfi Undirleikarans geðprúða, vítt um land og sýndu leikritið við mikinn fögnuð. Síðast tróðu þeir upp með verkið haustið 2013 í Iðnó og héldu þar uppá tíu ára afmæli sýningarinnar.

En nú á aldeilis að bæta um betur því Guðmundur hefur skrifaðframhaldsverk um þá félaga, sem heitir Annar Tenór og gerist rúmum ellefu árum eftir að fyrra verkið átti sér stað. Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt drifið á daga þeirra á þessum rúma áratug sem liðinn er frá því þeir hittust síðast og aðstæður hins alþjóðlega tenórs hafa gjörbreyst.

Þeir hittast á sviðinu í Iðnó þar sem Undirleikarinn er að undirbúa sig fyrir tónleika þar sem ungur og efnilegur tenórsöngvari ætlar að spreyta sig. Þarna er líka ung, velmeinandi kona, sem sér um tæknimál hússins, sem alheimssöngvaranum finnast nú ekki merkileg.

Að sjálfsögðu er verkið svo stútfullt af tónlist, allt frá dægurlögum til óperuaría.

Leikendur eru Guðmundur Ólafsson, Sigursveinn Magnússon og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir. Leikstjóri María Sigurðardóttir.

Til að geta nú rennt mjúklega inn í hið nýja verk þá verður (gamli)Tenórinn sýndur nokkrum sinnum um mánaðarmótin janúar – febrúar og Annar Tenór síðan frumsýndur 28. febrúar og að sjálfsögðu í Iðnó.