Back to All Events

Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+

Leikhúslistakonur 50+ hafa tekið áskorunum um að sýna leikhúsgjörning sinn Konur og krínólín þrisvar sinnum í byrjun september.

Sagan á bakvið Konur og krínólín er sú að Leikhúslistakonur 50+ frumsýndu verkið á 17. júní sl. sem hluta af hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar í tilefni þjóðhátíðardagsins. Aðsóknin var slík að fjöldi fólks þurfti frá að hverfa, en nú gefst áhugasömum annað tækifæri til að koma og fá líflega innsýn í tískuheim liðinnar aldar. Sýningin rekur í samanþjöppuðu formi sögu kvenfatatískunnar frá 1890 – 1990; frá krínólíni til rasspúða, frá efnislitlum Charlestonkjólum til tjullkjóla í ætt við rjómatertur og konfektkassa, frá „the little black dress“ til Hagkaupssloppsins, allt í bland við tónlist hvers tímabils, kryddað með laufléttu glensi Eddu Björgvinsdóttur í hlutverki hins þaulreynda „dressers“.

Hópurinn Leikhúslistakonur 50+ er skipaður listakonum úr leikhúsheiminum sem hafa starfað saman í Iðnó frá haustinu 2014. Þær eiga allar langan starfsfelil að baki við ýmis störf innan leiklistarinnar og búa yfir fjölbreyttri reynslu af listsköpun á þeim vettvangi. Þær eiga það jafnframt sameiginlegt að vera komnar á svo virðulegan aldur að þroski þeirra og reynsla úr leikhúsheiminum telst vera sannkallaður fjársjóður.

Þær sem lagt hafa sýningunni til krafta sína eru Ásdís Magnúsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Elín Edda Árnadóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Guðrún Þorvarðardóttir, Helga Björnsson, Ingveldur E. Breiðfjörð, Júlía Hannam, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín B. Thors, Lilja Þórisdóttir, María Reyndal, María Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Rósa Guðný Þórisdóttir, Salvör Aradóttir og Vilborg Halldórsdóttir.

 

Miðasala fer fram á midi.is og í Iðnó, sími 563 9700.

Vinsamlegast athugið að einungis verða þessar þrjár sýningar;

sunnudagur 3. september kl. 17:00 og 20:00 og þriðjudagur 5. september kl. 20:00.

------------

Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+


Ladies and Crinolines -   Society of Female Theatre Artists 50+ 

This powerful theatre performance takes us for a ride into the world of women’s fashion. With a humorous touch it offers a potpourri inspired by hundred years of fashion.

A catwalk of various outfits, from crinolines and hoop skirts through flimsy Charleston dresses, over fluffy tulle dresses of the fifties, the little black dress to hippie times as well as the legendary Hagkaups-sloppur, a classic Icelandic housewife’s gown from the sixties. All garnished with comments and music of each period.

 

Leikhúslistakonur 50+ - Society of Female Theatre Artists 50+ 

 is a group of female theatre artists with mixed skills and experience from the performing arts. Since 2014 they have staged diversity of plays and performances at the historical Theatre by the Lake – Iðnó theatre.

The show Konur og krínólín opened at Iðnó-theatre June 17th, Iceland’s national holiday. The performance was well received, the house was sold out and the response was great. On September 3rd and 5th there will be an opportunity to experience this powerful show again.

Tickets are available at midi.is and at the Idnó-theatre by the Lake in the centre of Reykjavík.

https://midi.is/leikhus/1/10112/Konur_og_krinolin-Leikhuslistakonur_50

Performers and other participants: Ásdís Magnúsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Elín Edda Árnadóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Guðrún Þorvarðardóttir, Helga Björnsson, Ingveldur E. Breiðfjörð, Júlía Hannam, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín B. Thors, Lilja Þórisdóttir, María Reyndal, María Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Rósa Guðný Þórisdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir and Kjartan Darri Kristjánsson.