Back to All Events

Una - Leikrit eftir Huldu Ólafsdóttur

Leikhúslistakonur 50+ kynna leikritið Unu, sem er spennandi og áhrifaríkt leikrit eftir Huldu Ólafsdóttur. Það verður leiklesið í Iðnó laugardaginn 2. september kl 16:00 og mánudaginn 4. september kl 20:00.

Þrjár kynslóðir mætast og horfast í augu við leyndarmál sem legið hafa undir sléttu og hamingjuríku yfirborði áratugum saman. Ekki er allt sem sýnist!

Persónur og leikendur:
Una - Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Dísa - Guðlaug María Bjarnadóttir
Lilja - Bryndís Petra Bragadóttir
Thelma - Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
Leikstjóri - Hulda Ólafsdóttir

Miðar fást á Miði.is og einnig í Iðnó tveimur tímum fyrir sýningu. Hægt er að taka frá miða í síma: 562 9700.
Verð kr 2000.