Back to All Events

Salsaball Mambóbandsins og Salsa Iceland

English version follows.

Föstudaginn 7. júlí heldur Mambóbandið, ný latinhljómsveit, sína fyrstu tónleika/dansiball í samstarfi við Salsa Iceland í Iðnó. Kvöldið hefst með byrjendatíma í bachata kl. 20:00, svo tekur við byrjendatími í salsa kl. 20:40. Fljótlega eftir að þeim lýkur stígur svo hljómsveitin á stokk. Hljómsveitin spilar að mestu Salsatónlist en inní prógramið gætu leynst Bachata eða t.d. Cha cha lög.

Milli danstíma og live tónlistar verða að sjálfsögðu spiluð dansvæn lög (salsa og bachata) og ættu allir dansglaðir að skemmta sér vel. Einnig ættu allir tónlistarunnendur að njóta kvöldsins því hljómsveitina skipa einvala lið tónlistarmanna, flestir hoknir af reynslu í latintónlist (án þess þó að vera á grafarbakkanum). Hljómsveit: Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (básúna og söngur), Alexandra Kjeld (bassi og söngur), Kristófer Rodriguez Svönuson (slagverk), Einar Scheving (slagverk), Jóhannes Þorleiksson (trompet), Kjartan Valdemarsson (píanó) og Sesselja (Sessý) Magnúsdóttir (söngur).

Þegar hljómsveit lýkur flutningi og stemning er á dansgólfi heldur DJ áfram að spila tónlist. 

Verð kr. 2.000.- (reiðufé, eigum ekki posa). Þeir sem koma í danstímana eða fyrir kl. 21:00 greiða kr. 1.500.-. 

Hjálpið okkur að láta orðið berast! Deilið þessum event! Bjóðið á hann og komið og skemmtið ykkur með okkur!!

Mambóbandið, a new band that plays latin music, will have their first concert/dance Friday the 7th of July at Iðnó (downtown Reykjavík) in co-operation with Salsa Iceland. The night starts at 20:00 oclock with a beginners´ class in Bachata and then another one in Salsa. Soon after classes finish the band will go on stage. Mambóbandið plays mostly Salsa music but you might hear an occatioal Bachata or Cha cha. 

Between dance classes and live music well selected tunes suited for dancing will of course be played (Salsa and Bachata) and should all dance lovers have a great time as well as all lovers of live music or Latin music in general. The band has brilliant and experienced musicians so you'd have to be in a really bad mood to not enjoy this feast of fun!

If the dance floor is full of people when the band stops playing the DJ will continue playing music. 

Price: 2.000 ISK (1.500 if you show up before 21:00 or take part in the dance classes). Please bring cash, we don't accept cards.

Help us spread the word! Share this event, invite people to it and of course join us!