Back to All Events

Rauða Skáldahúsið


Rauða skáldahúsið snýr aftur til leiks í Iðnó þann 29. júlí.

Árið er 1921. Áfengi er bannað með lögum. En í Rauða skáldahúsinu má finna athvarf frá drykkjubanninu, daður og doðranta. Skáldskapur liggur í loftinu og tónar fara á flug.

Ásamt lifandi tónlist sér Reykjavík Kabarett um að skemmta fólki með burlesque atriðum, tarot spá er í boði og teiknaðar portrett myndir frá listmálara hússins. Að auki stíga ljóðskáld á stokk og selja ljóðalestur í einkarekkjum. 

Miðaverð er 3.000 krónur. Nemendur fá 50% afslátt við hurð gegn framvísun skólaskírteinis.

Viðburðurinn fer fram bæði á íslensku og ensku, svo það er tilvalið að taka erlenda gesti með.

Einkalestrar eru í boði fyrir 700 kr per lestur.

Dress to impress.

----

Rauða skáldahúsið í Reykjavík er einstakur viðburður byggður að fyrirmynd ‘The Poetry Brothel’ sem á uppruna sinn að rekja til New York en hefur nú dreifst um víða veröld. Við viljum brjóta veggina á milli ljóðs og leiklistar, leikara og áhorfenda. 

Umgjörð kvöldsins er í leikhúsþema gleðihúss, þ.e.a.s. miðað við ‘fínt’ gleðihús í anda Parísar um 1920, þar sem alls kyns listamenn fara á stjá. 'Madame' hússins kynnir til leiks ljóðskáld sem koma fram í karakter. Þau lesa upp ljóð á sviði, eða óvænt úti í sal, ásamt því að selja einkalestra bakvið luktar dyr. Lifandi tónlist hljómar, og skemmtiatriði verða sett á svíð. Skáldum og gestum er boðið að klæða sig upp á hvern þann hátt sem þau vilja, en engin skylda er gerð um klæðaburð, þó fólk eigi það til að fara í glitrandi síðkjóla, korselett eða jakkaföt erlendis.

------------ ENGLISH ------------

The year is 1921. Alcohol is banned. You find yourself in the lush interiors of a bordello, sipping absinthe from a brown mug, surrounded by poets, intellectuals, artists. Music fills the air as dancers swirl around you; you hear foreboding words slip from the mouth of a fortune teller as a poet grabs you by the hand and leads you up a dimly lit staircase...

Join Rauða skáldahúsið (The Poetry Brothel Reykjavik) for an immersive poetry event in the heart of Reykjavík at Iðnó, on the first floor. The event includes live jazz, burlesque acts from Reykjavík Cabaret, tarot card readings, and portraits by our artist in residence. Poetry whores will attend to our guests' poetry needs, and are available to be purchased for private, one-on-one readings in secluded rooms.

Ticket price is 3,000 ISK. Students get a 50% discount with a student ID at the door. 

Event is in English and Icelandic.

Private readings can be bought on site, 700 ISK per reading.

Dress to impress.

---
The 'Poetry Brothel' is a unique immersive performance experience, poetry event, and cabaret with its origins in New York. Its founders, Stephanie Berger and Nick Adamski, have helped the organization spread throughout the world, taking poetry out of lecture halls and placing it within the lush interiors of the bordello. The 'Madame' introduces a cast of poets, each operating within a carefully constructed character. They impart their work in public readings, spontaneous poetry eruptions and most importantly, behind closed doors in one-on-one readings.