Iðnó býður upp á fyrsta flokks veislu- þjónustu við öll tilefni, svo sem brúð- kaup, afmæli, fermingar og þegar bjóða á erlendum gestum upp á það besta í mat og drykk staðsett í einu fallegasta húsi Reykjavíkur. Iðnó og umhverfi þess er alveg einstakt.

Við tökum á móti stærri og smærri hóp- um. Allar veitingar eru frá sælkeraeld- húsi Iðnó sem býður mjög fjölbreyttan matseðil við öll tækifæri.

Í Iðnó leggjum við áherslu á faglega þjónustu. Við önnumst alla umgjörð og skreytingar með þínar óskir í huga svo veislan verði sniðin að þínum þörfum.

Leikhússalurinn rúmar allt að 120 manns í sitjandi borðhald og 300 manns í stand- andi móttökur. Á sumrin er frábært að opna út á pall við Tjarnarbakkann.

Á sumrin er kaffihúsið á fyrstu hæð opið á daginn. Hjartanlega velkomin og njótið að vera á pallinum í góðu veðri.

The Café on the ground floor is open daily during the summer. Enjoy the view over the Pond and heart of Reykjavik.

Á annarri hæð Iðnó er veitingasalur sem rúmar allt að 60 manns í borðhald og 80-100 manns í standandi móttökur. Þar er myndlistasafn Iðnós, málverk eftir flesta okkar bestu listmálara frá síðustu öld svo sem Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Briem svo nokkrir séu nefndir.

Á þriðju hæðinni er síðan setustofan, þar er gott að fá fordrykk ef borða á í veitingasal á annarri hæð eða njóta þess að fá sér kaffi og koníak í þessari yndislegu stofu, sem er full af gömlum munum. Svo hentar stofan mjög vel fyrir móttökur allt að 50 manns. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rósa í síma 562 9700 eða í tölvupósti idno@idno.is.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Margréti Rósu í síma (+354) 562 9700 eða hjá Andrési í síma (+354) 861 5888.